Tilnefningar til þekkingarverðlaunanna

Bláa lónið var á meðal þeirra fyrirtækja sem voru tilnefnd …
Bláa lónið var á meðal þeirra fyrirtækja sem voru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna 2012. mbl.is/Bláa lónið

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur tilnefnt Bláa lónið, Icelandair group og Truenorth til Íslensku þekkingarverðlaunanna fyrir árið 2012. Yfirskrift verðlaunanna er: bættur árangur í breyttu umhverfi og við valið var haft til hliðsjónar hvernig framtíðarsýn, stefna og gildi fyrirtækisins endurspeglist í þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð á undanförnum árum.

Það voru félagsmenn FVH og dómnefnd sem völdu fyrirtækin þrjú, en dómnefndin er skipuð valinkunnum sérfræðingum úr íslensku viðskiptalífi.

Íslensku þekkingarverðlaunin verða afhent hinn 20. febrúar í Hörpunni á Íslenska þekkingardeginum. Auk þess verða veitt verðlaun til þess viðskiptafræðings eða hagfræðings sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaunin en hann er verndari Íslenska þekkingardagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK