Helgarflugferð á 14 milljónir

Golf Stream einkaþota á flugi.
Golf Stream einkaþota á flugi. Mynd/golfstream.com

Tæplega 20 þúsund einkaþotur eru skráðar í heiminum í dag. Í fyrra seldust 672 nýjar vélar, en það var fækkun um 3,4% frá árinu á undan. Tæplega 60% allra vélanna eru skráð í Bandaríkjunum, en forsetinn Barack Obama hristi nýlega upp í eigendum þeirra þegar hann sagðist vilja leggja niður skattívilnanir fyrir eigendur einkaþotna. Málið hefur vakið nokkur viðbrögð enda vinna um 1,2 milljónir Bandaríkjamanna í kringum fluggeirann sem kemur að einkaþotum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Fréttavefur Forbes tók saman nokkra punkta um einkaþotur, en þar kemur meðal annars fram að um 21% þeirra er selt í Evrópu á meðan helmingur er seldur í Bandaríkjunum. Þá kostar helgarleiga á dýrustu almennu einkaþotunni um 14 milljónir króna, en það er Gulfstream 550. Hægt er að sleppa nokkuð betur, en með helgarleigu á Citation Mustang ætti helgin að kosta um 2,7 milljónir.

Í Bandaríkjunum er mest eftirspurn eftir einkaþotum í kringum Super Bowl keppnina, en á þessu ári lentu um 600 vélar á Lakefront flugvellinum í New Orleans yfir keppnishelgina. 

Dýrasta einkaþota sem smíðuð hefur verið var þota prins Alwaleed bin Talal Al Saud, sem er 15. ríkasti maður heims. Hann ákvað að hæfileg stærð á vél væri hin nýja Airbus A380 sem getur rúmað um 800 manns að jafnaði, en fyrir prinsinn var ákveðið að taka út flest öll sætin og koma upp tyrknesku baði, bílageymslu og hesthúsi.

Vélin var verðmetin á 500 milljón dollara, en það nemur um 65 milljörðum króna.Samkvæmt frétt Bloomberg seldi prinsinn reyndar vélina fyrr á þessu ári, en ekki hefur verið gefið upp hver nýr eigandi er.

Sjá má fullan lista Forbes hér

Tom Cruise kom á einkaþotu hingað til lands á síðasta …
Tom Cruise kom á einkaþotu hingað til lands á síðasta ári. mbl.is/Eggert
Nokkrir Íslendingar fjárfestu í einkaþotu á uppgangsárunum. Meðal þeirra var …
Nokkrir Íslendingar fjárfestu í einkaþotu á uppgangsárunum. Meðal þeirra var Pálmi Haraldsson, en hér er mynd af vélinni hans, VP-CEO mbl.is
Efnisorð: flug
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK