Spá hækkandi verðbólgu

Útsölulok hafa töluverð áhrif á vísitölu neysluverðs í febrúar, ef …
Útsölulok hafa töluverð áhrif á vísitölu neysluverðs í febrúar, ef spá Íslandsbanka gengur eftir. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tólf mánaða verðbólga mun hækka úr 4,2% upp í 4,3% gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir. Gerir bankinn ráð fyrir að hún muni svo hjaðna á næstu mánuðum, en þó haldast yfir 3%. 

Áhrif útsöluloka lita mánaðarmælingu vísitölu neysluverðs verulega að þessu sinni að sögn greiningarinnar, enda voru útsöluáhrif óvenju djúp í janúar. Gert er ráð fyrir að verð á fötum og skóm muni hækka um 8% í mánuðinum, sem skilar sér í 0,4% hærri vísitölu. Þá hafi útsölulok á öðrum vörum 0,15% hækkunaráhrif á vísitöluna.

Greiningin gerir einnig ráð fyrir töluverðum áhrifum vegna eldsneytishækkana, en eldsneytisverð hefur farið upp um 5% síðan í byrjun janúar. Fasteignaliðurinn mun þó hafa áhrif til lækkunar, en greiningardeildin segir að vísbendingar séu uppi um að markaðsverð húsnæðis muni mælast lægra í febrúar en í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK