Fjárfestingaþörf næstu 4 ára 800 milljarðar

Fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna mun verða um 700-800 milljarðar á næstu 4 …
Fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna mun verða um 700-800 milljarðar á næstu 4 árum. Ómar Óskarsson

Á næstu 4 árum þurfa lífeyrissjóðirnir að fjárfesta fyrir um 700 til 800 milljarða í íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum, öðrum en ríkisskuldabréfum, til að ná venjulegri stöðu með fjárfestingar sínar. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Halldórs Kristinssonar, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins og Sigþórs Jónssonar, framkvæmdastjóri Landsbréfa, á morgunfundi Landsbankans. 

Tók Halldór saman stöðuna eins og hún er í dag og hversu mikið lífeyrissjóðirnir þurfi að fjárfesta næstu 4 árin. Þá skoðaði hann einnig hvaða færsla þyrfti að verða milli fjárfestingaflokka til að venjulegri uppsetningu sjóðanna. 

Í árslok 2012 var hrein eign lífeyrissjóðanna 2416 milljarðar og hafði aukist um 43% frá árinu 2007, eða sem nemur verðbólgu tímabilsins. Ef horft er til ávöxtunar frá árslokum 2008 hefur ávöxtunin verið 47%, en verðbólga tímabilsins 23%.

Eign sjóðanna í ríkisskuldabréfum hefur á árunum 2007 til 2012 aukist mikið, eða um 180%, úr 352 milljörðum í 982 milljarða. Þá hafa innlán einnig aukist, en þau hafa farið úr 45 milljörðum í 168 milljarða. Á meðan hefur hlutur annarra skuldabréfa og hlutabréfa lækkað. Í dag er eign sjóðanna í öðrum skuldabréfum 518 milljarðar, en var árið 2007 540 milljarðar. Undir þennan flokk falla skuldabréf banka, sveitafélaga, fyrirtækja og veðskuldabréf.

Hlutabréfaeign sjóðanna hefur lækkað um 86 milljarða, en hún er í dag 200 milljarðar. Þess má þó geta að sú eign hrapaði niður í um 35 milljarða í árslok 2008, en bréf sjóðanna í mörgum fyrirtækjum höfðu þá orðið verðlaus.

Miðað við gefnar forsendur um verðbólgu og ákveðna hækkun hlutabréfa sem Halldór gefur sér, er ljóst að á næstu 4 árum mun skapast mikil fjárfestingaþörf fyrir lífeyrissjóðina. Halldór telur hana verða á milli 700 til 800 milljarða, en þar af verður um 450 til 500 í öðrum skuldabréfum, en 250 til 300 í hlutabréfum. 

Á útreikningum Halldórs má sjá að mikil breyting mun verða …
Á útreikningum Halldórs má sjá að mikil breyting mun verða á flokkunum innlánum, öðrum skuldabréfum og hlutabréfum á næstu árum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK