Íslenska skattkerfið hvetur til skuldsetningar og dregur úr sparnaði. Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason í Viðskiptaþættinum með Sigurði Má. Vilhjálmur segir að búið hafi verið til ójafnvægi hér sem ýti undir vandann hérlendis.
„Skattakerfið hér er mjög hvetjandi til skuldsetningar. Það eru verulega háir skattar á fjáreignatekjur og vaxtabætur af fjármagnsgjöldum“ segir hann og bendir á með sömu rökum og sykurskatturinn sé settur á sé verið að hvetja heimilin til skuldsetningar.