Dýrast að byggja á Norðurlöndunum

Frá Osló, en byggingarkostnaður er dýrastur í Noregi af Norðurlöndunum.
Frá Osló, en byggingarkostnaður er dýrastur í Noregi af Norðurlöndunum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Byggingarverð á Norðurlöndunum er það hæsta í allri Evrópu samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Hæsti kostnaðurinn er í Noregi, en Ísland og Svíþjóð fylgja fast á eftir. Þetta kemur fram í frétt sænska miðilsins Fastighetsnytt. 

Hagstofan hefur fylgst með byggingaverði í Evrópusambandslöndunum og sem stendur er meðaltal vísitölunnar í 104 stigum. Til samanburðar stendur vísitalan í 172 stigum í Noregi og 168 stigum í Svíþjóð. Þá er Ísland í 146 stigum og Danmörk í 130. Finnland rekur svo lestina af Norðurlöndunum í 115 stigum.

Haft er eftir Kurt Eliasson, forstjóra Sabo, samtaka fasteignafélaga, að engin rökrétt skýring finnist á þessum mikla mun, sérstaklega milli Svíþjóðar og Finnlands. Munurinn er ein af skýringum þess að þrefalt fleiri sumarhús eru byggð á hverja þúsund íbúa Í Finnlandi. Segist hann hafa trú á því að efnahagsráðherrar viðkomandi ríkja muni hafa metnað í að skoða markaðinn í heild.

Efnisorð: byggingarkostnaður
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK