Áhrif Kárahnjúka dvergvaxin

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi.
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi.

„Áliðnaður er atvinnugrein sem sumir elska að hata“, þrátt fyrir það virðist jákvæðni í garð greinarinnar hafa aukist á síðustu árum. Þetta sagði Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi á ársfundi Samáls í dag. Hann kom inn á nokkur atriði varðandi neikvæða sýn fólks á álver, meðal annars þensluáhrif sem hann taldi ekki rétt og ítrekaði einnig nauðsyn þess að horfa til þess hversu miklu álfyrirtækin skili til landsframleiðslunnar.

Í nýlegri könnun kom fram að um 60% landsmanna séu jákvæðir gagnvart álfyrirtækjunum, um 20% séu neikvæðir og 20% hvorki né. Magnús sagði að á síðustu árum hafi aukin jákvæðni aukist nokkuð.

Í ræðu sinni fór hann yfir heildaráhrif álveranna hérlendis, en útflutningstekjur þeirra voru meðal annars um 226 milljarðar í fyrra. Þá voru innlend útgjöld um 100 milljarðar yfir árið, eða um 275 milljónir á dag. Það er aukning um 8 milljarða frá árinu á undan. Af þessum útgjöldum sagði Magnús að venjulegt væri að raforkukaup teldu fyrir um 30-40% af kostnaði.

Þensluáhrif Kárahnjúka ofmetin

Mikið hefur verið rætt um áhrif byggingu Kárahnjúkavirkjunar á þenslu hérlendis á árunum 2004 til 2007. Magnús sagði á fundinum nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina á þessu tímabili og að framkvæmdin sem slík hafi verið dvergvaxin miðað við aðra bólumyndun í hagkerfinu.

Sagði hann Kárahnjúka hafa kostað um 83 milljarða, en á sama tíma hafi aukning húsnæðislána verið um 780 milljarða, heildarfjárfesting í atvinnulífinu verið um 1500 milljarðar, verðmæti hlutabréfa í Kauphöllinni hafi aukist um 2600 milljarða og skuldsetning atvinnulífsins hafi einnig aukist um 2600 milljarða. 

Hann hjó einnig að stjórnvöldum sem hann sagði á síðustu árum hafa vegið að áliðnaðinum, meðal annars með þeim rökum að hann væri svo stöndugur að hægt væri að fá meiri fjármuni í ríkissjóð úr greininni. Þannig hafi meðal annars samningar um skattamál verið sviknir og svo taldi hann hækkun flutningsgjalds á stórnotendur vera ígildi dulinnar skattlagningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK