Eimskip hagnast um 2 milljarða

Eimskip.
Eimskip.

Hagnaður Eimskipa nam um 2 milljörðum á síðasta ári, en flutningsmagn í áætlanasiglingum jókst um 3,4% milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir á árinu 2012 námu 40,8 milljón evrum sem er vöxtur um 8,8% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársuppgjöri félagsins.

Eiginfjárhlutfall félagsins var 63,7% í árslok og rekstrartekjur námu 414 milljón evrum. Gylfi Sigfússon, forstjóri félagsins, segir í tilkynningunni að afkoman sé í samræmi við væntingar. Segir hann jafnframt frá því að tvö ný skip muni bætast í flota félagsins á næsta ári.

„Eimskip gekk frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum á árinu 2012, en félagið hafði verið með skipin á leigu frá árinu 2005. Kaupin efla enn frekar stoðir og rekstraröryggi siglingakerfisins á Norður-Atlantshafi og sérstaklega í þeirri þjónustu sem þau veita sjávarútveginum í Noregi. Gert er ráð fyrir að gámaskipin tvö sem eru í smíðum fyrir félagið í Kína verði afhent á seinni helmingi ársins 2013, en þau munu styrkja siglingakerfi og þjónustuframboð Eimskips á komandi árum“ segir Gylfi.

Í ársreikningnum kemur fram að laun forstjórans hafi verið um 5 milljónir króna á mánuði, en laun framkvæmdastjóra í kringum 2,7 milljónir.

Stjórn félagsins samþykki að greiða út arð að upphæð 408 milljónir, eða 2,5 milljónir evra, sem eru 20% af hagnaði ársins 2012.

Efnisorð: Eimskip
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK