Umgjörðin svolítið á eftir hérlendis

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Morgunblaðið/Eggert

„Það er okkar tilfinning að hér megi gera miklu betur hvernig opinberir aðilar haga sínum innkaupum og það er hægt að nýta hvata samkeppninnar með skilvirkari hætti en hér hefur verið gert.“ Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins í samtali við mbl.is. Í dag var birt skýrsla um samkeppnismál á Norðurlöndunum þar sem meðal annars er bent á að gera megi betur í eftirfylgni með opinberum innkaupum.

Gífurlegar fjárhæðir

Páll segir að þarna sé um háar upphæðir að ræða og því skipti miklu máli fyrir ríkið að nota sér samkeppnina á sem bestan hátt við að ná niður verði. „Þetta eru gífurlegar fjárhæðir sem um er að tefla og miklir hagsmunir að spilað sé á samkeppnina í þessum innkaupum“. Í skýrslunni segir að um 15 til 20% af landsframleiðslu Norðurlandanna sé vegna opinberra innkaupa.

„Eftirfylgnin og öll umgjörð um opinber innkaup og útboð er svolítið á eftir hjá okkur“ segir Páll, en hann telur að skoða megi skipulag þessara mála mun nánar hér á landi. Segir hann að í dag geti miklir hagsmunir fyrir þjóðfélagið verið að fara forgörðum og að nýta þurfi samkeppnina mun betur á þessum markaði. Meðal þess sem nefnt er í skýrslunni er til dæmis heilbrigðisgeirinn, þangað sem stór hluti almannafés er varið.

Vill skoða nánar samstarf við Ríkisendurskoðun

Aðspurður hvort hann sé að kalla eftir nánari samstarfi Ríkisendurskoðunar og Samkeppniseftirlitsins, segir hann að skoða þurfi það skipulag nánar til að fylgja samkeppnismálum betur eftir hjá hinu opinbera.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK