Ísland ekki sambærilegt við Noreg

Ekki er hægt að bera saman lagningu sæstrengs frá Noregi til Evrópu og frá Íslandi til Evrópu. Þetta segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Rætt hefur verið um að leggja 700 megavatta, en samkvæmt tölum Orkustofnunar er uppsett afl raforkuvera hérlendis um 2600 megavött. Því yrði slíkur strengur gífurlega stór biti fyrir Ísland, meðan hann er frekar smávægilegur fyrir Noreg.

Gunnar varar einnig við að horft sé á það verð sem fáist fyrir græna orku við hagkvæmnisútreikninga. „Þurfum að fara varlega í þessum útreikningi varðandi verðið því hingað til hefur verið sú þróun að borga sérstaklega álag fyrir græna orku og menn hafa þá viljað horfa á þennan valkost í gegnum þau gleraugu.“

Hann segir að varasamt sé að nota þessar tölur, sérstaklega ef efnahagsástand í Evrópu heldur áfram að vera í sömu lægð og það hefur verið síðustu misseri. Hann spyr jafnframt hvort það gæti þýtt að menn myndu hætta að vilja borga þetta aukagjald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK