Sæstrengurinn hækkar raforkuverð

Lagning rafmagnssæstrengs frá Íslandi til Evrópu myndi hækka raforkuverð hér á landi töluvert og þannig skila auknum tekjum til ríkisins. Ríkið gæti aftur á móti nýtt þann auka hagnað sem það fær til að niðurgreiða raforkuverð hérlendis eða með annarri dreifingu ábatans. Þetta segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands í þættinum Viðskipti með Sigurði Má, en hann telur ólíklegt að stóriðjufyrirtæki hefðu áhuga á Íslandi eftir að strengur yrði lagður.

„Ég held að það sé ekki líklegt að við séum að tala um einhverja gríðarlega hækkun, en þó einhverja hækkun til heimilanna“ segir Gunnar. Hann telur þó mikilvægt að horfa til þess að hagnaðurinn færi til ríkisins og gæti því leitt til lækkunar annarsstaðar.

„Þarna myndi myndast hagnaður sem ríkið fengi í formi hærra raforkuverðs. Þá er það spurning hvernig ríkið ætlar að dreifa þeim ábata til okkar, eigendanna. Það er alveg hugsanlegt að það sé á einhvern hátt tengt því að lækka raforkuverð“ segir hann, en bætir við að það gæti einnig verið í gegnum aðrar leiðir en lækkun orkuverðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK