Sjóðirnir stækkuðu um 1,3 milljarð á dag

Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 40 milljarða í janúar.
Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 40 milljarða í janúar. mbl.is

Eignir lífeyrissjóðanna jukustu um 40 milljarða í janúar, eða sem nemur um 1,3 milljarði á hverjum degi. Góð ávöxtun á innlendum sem erlendum hlutabréfamörkuðum ásamt lækkun á neikvæðri afleiðustöðu eru helstu skýringar þessarar aukningar. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka, en hrein eign sjóðanna nam í lok mánaðarins um 2434 milljörðum.

Í greiningunni segir að innlend hlutabréfaeign hafi aukist um 12,4 milljarða og eign í innlendum hlutabréfasjóðum um 5,2 milljarða. Verð hlutabréfa hefur hækkað mikið hér á landi, en OMXI6 hlutabréfavísitalan hérlendis hækkaði um 11% í mánuðinum. 

Þá jukust erlendar eignir lífeyrissjóða um 13,3 milljarða í janúarmánuði. Mánuðurinn var hagstæður á erlendum hlutabréfamörkuðum. Þannig má nefna að bandaríska S&P500-vísitalan hækkaði um 5% í janúar, breska FTSE100-vísitalan hækkaði um 6,4% og Stoxx Europe 600-vísitalan hækkaði um 2,6% í mánuðinum. Litlar breytingar urðu hins vegar á gengi krónu í janúarmánuði.

Undanfarna 12 mánuði hefur hrein eign lífeyrissjóðanna aukist um 14,2%. Sé tekið tillit til verðbólgu nemur raunaukning eigna þeirra 9,6%. Þótt hreint innflæði í sjóðina sé verulegt virðist ljóst að ávöxtun eigna þeirra hefur verið ágæt undanfarið ár, og að jafnaði hefur ávöxtunin væntanlega verið talsvert yfir 3,5% tryggingafræðilegu viðmiði þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK