Kaupa í Eimskipum fyrir 400 milljónir

Frá athafnasvæði Eimskip
Frá athafnasvæði Eimskip Af vef Eimskip

Sjóðir í rekstri sjóðastýringafélagsins Stefnis hafa aukið hlutdeild sína í Eimskiptafélaginu um sem nemur 411 milljónum króna og er hlutur sjóðanna nú kominn yfir 5%. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallarinnar, en eftir kaupin eiga sjóðirnir 10.452.004 hluti í félaginu.

Aukningin nemur 0,75% hlut í Eimskipum, en fyrir áttu sjóðirnir 4,48% og eru því komnir í 5,23%. Gengi bréfa Eimskipa var í dag 274, en við skráningu í október á síðasta ári var gengið 208 krónur á hlut. Virði bréfanna hefur því hækkað um rúmlega 31% á innan við hálfu ári.

Efnisorð: Eimskip hlutabréf
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK