Rússar verðmætustu ferðamennirnir

Norskir og rússneskir ferðamenn eyða hér mestum fjármunum á ferðalögum.
Norskir og rússneskir ferðamenn eyða hér mestum fjármunum á ferðalögum. Ómar Óskarsson

Þegar skoðaðar eru tölur um endurgreiðslu á virðisaukaskatti má sjá að það eru Norðmenn sem eyða mestu í vörur sem hægt er að fá endurgreiddan virðisauka af (e. Tax free). Þetta kemur fram í nýju ferðaþjónustutímariti sem Landsbankinn gefur út. Þar segir einnig að Norðmenn, Rússar og Kínverjar kaupi dýrustu hlutina, en Rússar séu aftur á móti þeir sem eyði almennt mestum fjármunum hérlendis þegar þeir ferðast.

Neysla Norðmanna og Bandaríkjamanna hefur aukist frá árinu 2009 en á hinn bóginn hefur neysla Dana minnkað nokkuð svo dæmi séu tekin. Rússneskir ferðamenn kaupa mest af varningi. 

Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar má sjá að Norðmenn, Rússar og Kínverjar kaupa dýrustu hlutina, það er að hæsta meðalfærslan er hjá fólki með kort útgefin af þessum þjóðum. Ef miðað er við fjölda ferðamanna frá hverju landi fæst enn önnur niðurstaða. Þá sést að það eru rússneskir ferðamenn sem versla að meðaltali mest.

Rússarnir eyddu á síðasta ári 103% meira en Norðmenn sem koma næstir segir í tímariti Landsbankans. Sala varnings á hvern Rússa dróst þó saman um 20% á milli áranna 2011 og 2012.

Árið 2009 voru það Danir sem keyptu mest á þennan mælikvarða, en sala til þeirra hefur dregist mikið saman undanfarin ár og heildarupphæðin sem Danir keyptu fyrir í verslunum með endurgreiðslu lækkaði um 43% frá árinu 2009 til 2012.

Efnisorð: ferðamenn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK