„Okkur hefur þótt alveg tilfinnanlega vanta að stjórnmálamenn fjölluðu um málefni atvinnulífsins af þekkingu, kanski vegna þess að þeir hafa ekki starfað allir mikið í atvinnulífinu og ekki allir stjórnað rekstri fyrirtækja.“ Þetta segir Svana Helen Björnsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins, en hún er í viðtali í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.
Í dag verður haldið Iðnþing og segir Svana að hún vonist eftir að hægt sé að nota það til að hafa áhrif á stjórnmálamenn. „Við viljum smita þá af góðum hugmyndum og fá að ræða við þá um þessi tækifæri“ segir hún, en þrír erlendir sérfræðingar munu halda erindi um tækifæri og ógnir framtíðarinnar.