Stjórnmálamenn vantar þekkingu á iðnaði

„Okkur hefur þótt alveg tilfinnanlega vanta að stjórnmálamenn fjölluðu um málefni atvinnulífsins af þekkingu, kanski vegna þess að þeir hafa ekki starfað allir mikið í atvinnulífinu og ekki allir stjórnað rekstri fyrirtækja.“ Þetta segir Svana Helen Björnsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins, en hún er í viðtali í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

Í dag verður haldið Iðnþing og segir Svana að hún vonist eftir að hægt sé að nota það til að hafa áhrif á stjórnmálamenn. „Við viljum smita þá af góðum hugmyndum og fá að ræða við þá um þessi tækifæri“ segir hún, en þrír erlendir sérfræðingar munu halda erindi um tækifæri og ógnir framtíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK