Spá hjaðnandi verðbólgu

Greiningardeildin spáir því að ferðaliðurinn verði helsti lækkunarvaldur vísitölunnar í …
Greiningardeildin spáir því að ferðaliðurinn verði helsti lækkunarvaldur vísitölunnar í þessum mánuði Ómar Óskarsson

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að 12 mánaða verðbólga muni hjaðna nokkuð í mars og fara úr 4,8% niður í 4,3%. Gert er ráð fyrir að á komandi mánuðum muni svo verðbólgan halda sig í kringum 4%.

Útsölulok hafa talsverð áhrif á vísitölu neysluverðs í mars, en áhrifin verða þó líklega með minna móti nú vegna þess hversu sterk þau voru í febrúar. Verðlækkun á fötum og skóm í janúar gekk til að mynda að langmestu leyti til baka í síðasta mánuði. 

Mestu hækkunina er að finna í húsnæðislið og dagvöru, en helsta lækkun milli mánaða er að mati greiningardeildarinnar í ferða- og flutningslið vísitölunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK