Tengja saman hugmyndir og framkvæmd

startup weekend reykjavík
startup weekend reykjavík

Nú um helg­ina munu rúm­lega 60 ein­stak­ling­ar koma sam­an á Startup Week­end Reykja­vík, sem hald­in er í Há­skóla Reykja­vík­ur. Þar munu þátt­tak­end­ur kjósa um bestu frum­kvöðlahug­mynd­irn­ar, koma þeim á kopp­inn og svo kynna þær fyr­ir dóm­nefnd sem mun verðlauna bestu hug­mynd­ina og hlýt­ur hún 200 þúsund krón­ur í verðlaun.

Það er Innovit ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlaset­ur, í sam­vinnu við Lands­bank­ann sem stend­ur að helg­inni, en stjórn­andi viðburðar­ins verður Al­ista­ir Shepherd, sem kem­ur frá Startup Week­end Europe. 

Þátt­tak­end­um verður boðin aðstoð fjöl­margra leiðbein­enda, en meðal þeirra að þessu sinni eru Frosti Sig­ur­jóns­son raðfrum­kvöðull, Bala Kamalak­har­an frá Greenqloud, Þór­anna Jóns­dótt­ir markaðssér­fræðing­ur hjá Markaðsmál á manna­máli, Ragn­ar Guðmunds­son lögmaður hjá Advel, Helgi Pjet­ur Jó­hanns­son hjá Stokk­ur Mobile og Krist­ín Jó­hanns­dótt­ir frá Kaup­höll Íslands Nas­daq OMX.

Stefán Þór Helga­son, verk­efna­stjóri hjá Innovit, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann vilji „sjá dug­legt og hug­mynda­ríkt fólk koma sam­an þannig að frjó­ar hug­mynd­ir geti orðið að veru­leika og leiði þannig af sér vöxt góðra fyr­ir­tækja.“ Hann seg­ir ekki nauðsyn­legt að all­ir sér með hug­mynd­ir, held­ur geti verið nóg að vilja taka þátt í upp­bygg­ingu verk­efn­anna. „Þátt­tak­end­ur þurfa ekki að vera með hug­mynd­ir. Pæl­ing­in er að tengja fram­kvæmdaaðila og hug­mynda­smiði sam­an,“ seg­ir Stefán.

Á heimsvísu hafa um 5.000 fyr­ir­tæki verið stofnuð á Startup Week­end viðburðum með þátt­töku 57.000 frum­kvöðla í 100 lönd­um. Innovit hef­ur tví­veg­is haft um­sjón með Startup Week­end á er­lendri grundu. Ann­ars veg­ar í Árós­um í Dan­mörku og hins veg­ar í Tehran höfuðborg Írans.

Efn­isorð: Innovit ný­sköp­un
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK