Það er heilmikil áskorun að reka ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi segir Gústaf Steingrímsson hjá hagfræðideild Landsbankans „og þá sérstaklega vegna þeirrar miklu árstíðarsveiflu sem er í komu erlendra ferðamanna hingað til lands“. Hann segir að arðsemin sé ágæt í stærri fyrirtækjum, en að þau minni eigi oft í miklum vandræðum. Þá sé klárt mál að stærðarhagkvæmni skipti máli í þessum geira. „Það er augljóslega betra að vera stærri á þessum markaði,“ segir Gústaf.