Citigroup greiðir 95 milljarða í bætur

Citigroup samþykkti að breiða 730 milljón dollara í sáttabætur.
Citigroup samþykkti að breiða 730 milljón dollara í sáttabætur. AFP

Bandaríski bankinn Citigroup samþykkti í gær að greiða 730 milljónir Bandaríkjadala, um 95 milljarðar íslenskra króna, í sáttagreiðslur til eigenda skuldabréfa sem gefin voru út af bankanum fyrir fjármálahrunið 2008. Bankinn hefur verið sakaður um að hafa blekkt viðskiptavinina með því að gefa upp villandi upplýsingar um stöðu bankans og áhrif undirmálslána og annarra áhættusamra viðskipta.

Bankinn sagði í tilkynningu að hann hafni ásökunum, en að gengið hafi verið að sáttaborðinu til að eyða allri óvissu um þessi mál og ganga frá einu af síðustu stóru málunum sem út af stóð hjá bankanum eftir fjármálahrunið.

Í ágúst á síðasta ári samþykkti Citigroup að greiða hluthöfum í bankanum 590 milljón dollara vegna ásakana um að hafa reynt að hylma yfir vondri stöðu bankans og þannig halda hlutabréfaverðinu uppi.

Mikið hefur verið rætt um hneykslismál í bankaheiminum á síðustu árum og hafa margar fjármálastofnanir þurft að greiða dýru gjaldi fyrir áhættusama starfsmenn, sektir vegna misgjörða þeirra og aðkomu að ólöglegum viðskiptum. Mbl.is skoðaði um áramótin nokkur þessara dæma, eins og sjá má hér.

Efnisorð: Citigroup
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka