Nýtt útibú Landsbankans í Reykjanesbæ

Nýja útibú Landsbankans í Krossmóum í Reykjanesbæ.
Nýja útibú Landsbankans í Krossmóum í Reykjanesbæ.

Landsbankinn opnaði í gær nýtt útibú í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Þangað flyst öll starfsemi útibúsins sem áður var á Tjarnargötu í Keflavík og í afgreiðslu á Grundarvegi í Njarðvík. Öll þjónusta útibúsins er á fyrstu hæð hússins en á annarri hæð er starfsemi bakvinnslu sem tilheyrir höfuðstöðvum bankans og einnig mötuneyti starfsmanna.

„Við erum afskaplega ánægð að vera komin á nýjan stað og ég er sannfærður um að þetta verður jákvæð breyting bæði fyrir viðskiptavini útibúsins og starfsmenn þess,“ segir Einar Hannesson, útibússtjóri í Reykjanesbæ. Afgreiðslur bankans í Sandgerði og í Leifsstöð tilheyra útibúinu sem fyrr. Yfir 90 manns starfa hjá Landsbankanum á Suðurnesjum, þegar útibúið í Grindavík er meðtalið.

Aðalverktaki vegna framkvæmdanna var Bragi Guðmundsson og fyrirtæki hans. Flestir sem að verkefninu komu, þar á meðal smiðir, rafvirkjar, málarar og pípulagningamenn eru heimamenn.

Efnisorð: Landsbankinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK