Ryanair stækkar flotann í 400 vélar

Hinn uppátækjasami forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, bregður hér á leik …
Hinn uppátækjasami forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, bregður hér á leik fyrir undirritun samnings uppá 175 nýjar vélar. AFP

Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um pöntun á 175 Boeing 737-800 flugvélum, en heildarvirðið er um 15,6 milljarður Bandaríkjadala, eða rúmlega 2000 milljarðar á listaverði.

Með þessu skrefi mun Ryanair ná að stækka flugvélaflota sinn í rúmlega 400 vélar og fljúga með meira en 100 milljón farþega. Afhending flugvélanna verður lokið fyrir árslok 2018.

Þetta er stærsta pöntun Ryanair hingað til og stærsta pöntun Boeing það sem af er á þessu ári. Þá hefur evrópskt flugfélag aldrei gert stærri pöntun hjá Boeing. 

Í gær komu fréttir þess efnis að evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hafi gert samning við indónesíska flugfélagið Lion Air fyrir 23,8 milljón Bandaríkjadali vegna kaupa á 234 Airbus A320 vélum.

Efnisorð: Boeing flug Ryanair
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK