Vaxtafuglar í Seðlabankanum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Katrín …
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Katrín Ólafsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Aðalhagfræðingur Seðlabankans, Þórarinn G. Pétursson, er vaxtahaukurinn meðal meðlima peningastefnunefndar bankans, en Gylfi Zoega er vaxtadúfan. Þá virðist nýjasti meðlimur nefndarinnar, Katrín Ólafsdóttir, talsvert minni hávaxtasinni en forveri hennar, Anne Sibert, og má því álykta að peningastefnunefndin hafi tilhneigingu til að ákveða lægri vexti en áður eftir þau skipti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka, en þar fer greiningardeildin yfir ársskýrslu Seðlabankans.

Á síðasta ári tók peningastefnunefndin átta sinnum ákvörðun um stýrivexti Seðlabankans. Nefndin var aðeins samhljóma í ákvörðun sinni í tvö skipti af þessum átta, og í báðum þeim tilvikum hefði raunar einn nefndarmaður fremur kosið aðra niðurstöðu þótt viðkomandi greiddi atkvæði með tillögu Seðlabankastjóra.

Segir greiningin að Gylfi Zoega hafi verið sjálfum sér samkvæmur hvað það varðar að hallast að lægri vöxtum en ákveðnir voru í tvö skipti af átta. Gylfi var því undanfarið ár í dúfuhamnum meðal nefndarmanna, og var raunar enn eindregnari í því hlutverki árið 2011. 

Tíðkast hefur að tala um hauka í tilfelli þeirra seðlabankamanna sem hallast að því að stýrivextir eigi að vera hærri en að jafnaði er talið, en um dúfur þegar viðkomandi hallast að lægri vöxtum en flestir kollegar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK