„Þetta kerfi okkar skilar bændum sultarlaunum, íslenskum skattgreiðendum gríðarlega háum sköttum og neytendum rosalega háu landbúnaðarverði. Þetta er kerfi sem enginn á að vera sáttur með, síst bændur sjálfir.“ Þetta segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.
Hún leggur meðal annars til að hlífðarskjöldur verði settur yfir hefðbundinn landbúnað, en að þeir sem hún kallar „laumufarþega“ í landbúnaðargreininni; svína- og alifuglaræktendur, verði ekki inni í því styrkjakerfi sem nú sé við lýði. Segir hún að þetta sé iðnaðarframleiðsla og eigi ekki að vera á sama stað og venjuleg landbúnaðarframleiðsla.