Seðlabankinn andar léttar

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Verðbólgutölurnar nú ættu að falla Seðlabankamönnum vel í geð. Við vaxtaákvörðunina í síðustu viku var óhagstæð verðbólgumæling í febrúar nánast einu mótrökin gegn því að halda vöxtum óbreyttum, og sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar að ef verðbólga hjaðnaði hægar en áður var spáð þyrfti að draga úr slaka peningastefnunnar, það er hækka nafnvexti, fyrr en ella. Verðbólgumælingin núna eykur hins vegar líkur á að verðbólga á 2. ársfjórðungi reynist nálægt þeim 3,5% sem Seðlabankinn spáði í febrúar síðastliðnum.

Þetta segir í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka sem telur að Seðlabankamenn muni anda léttar yfir þessum fréttum. Segir greiningin jafnframt að verðbólgumælingin nú styrkir þá trú að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir út árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK