Sex Evrópulönd sækja að Google

Evrópulöndin segja Google brjóta evrópsk lög með notendaskilmálum sínum.
Evrópulöndin segja Google brjóta evrópsk lög með notendaskilmálum sínum. AFP

Stjórnvöld í sex Evrópuríkjum hafa ákveðið að sækja fram gegn internetrisanum Google til og þvinga fyrirtækið til að breyta notendaskilmálum sínum þannig að þeir falli að lögum í Evrópu. Eftir að Google breytti notendaskilmálum sínum í fyrra vöruðu 27 Evrópuríki fyrirtækið við afleiðingum ef ekki yrði komið í veg fyrir brot á persónuvernd, en Google hefur ekkert aðhafst. Löndin sex sem leiða aðgerðirnar núna eru Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Spánn og Bretland.

Í mars á síðasta ári gerði Google breytingar hjá sér þar sem reynt var að samræma notendaskilmála milli mismunandi þjónusta fyrirtækisins, svo sem Gmail, YouTube, leitarþjónustunnar og Android stýrikerfisins. Þar kom meðal annars fram að hægt væri að nýta upplýsingar milli þessara þjónusta til að beina auglýsingum að notendum.

Neytendasamtök bæði í Evrópu og Bandaríkjunum gagnrýndu þessa breytingu mikið, en Google hefur alltaf sagt að skilmálarnir hjá sér standist evrópsk lög.

Efnisorð: Google
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK