Húsnæðisverð í Eyjum hefur hækkað og hækkað

„Fasteignaverð á stað eins og Vestmannaeyjum það hefur hækkað og hækkað. Þar eins og annarsstaðar hefur lítið verið byggt af því að það er dýrt að byggja. Það er stöðug eftirspurn eftir húsnæði vegna þess að það er nóg vinna og þá hækka verðið.“ Þetta segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbanka Íslands, en í þættinum Viðskipti með Sigurði Má ræðir hann um fasteignamarkaðinn á landsbyggðinni.

Hann segir markaðinn í minni bæjarfélögum oft ráðast á því hvernig gengur í atvinnumálum á staðnum og vegna þess hafi fasteignaverð meðal annars hækkað mikið í Vestmannaeyjum þar sem sjávarútvegurinn hefur gengið vel upp á síðkastið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK