Bílaleigurnar koma í veg fyrir samdrátt

Í mars var samdráttur upp á 37% í bílasölu til einstaklinga og fyrirtækja miðað við sama tíma í fyrra. Þetta segir Jón Trausti Ólafsson, nýr formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hann segir bílaleigur og hópferðafyrirtæki halda sölunni uppi í dag sem útskýri söluaukningu.

„Í marsmánuði var mjög rólegt á markaði almennt og ef við tökum sölutölur í mars og berum saman við sölutölur í mars 2012, þrátt fyrir að það hafi verið 10% aukning, en ef það eru bara teknir einstaklingar og fyrirtæki var samdrátturinn 37%. Bílaleigur gerðu það að verkum að bílasala jókst,“ segir Jón.

Hann telur tollabreytingar þegar tollflokkum var fjölgað úr tveimur í átta hafa gengið vel, en að of lítill aðlögunartími sé gefinn af stjórnvöldum. „Þetta hefur gengið vel og leitt til þess að bílasala hefur aukist í vissum flokkum. En það sem er slæmt er þegar stjórnvöld hafa verið að breyta tollum og gjöldum með litlum fyrirvara,“ segir Jón og nefnir í því samhengi tollabreytingar fyrir bílaleigubíla sem gerðar voru um áramótin, en lítill fyrirvari var á þeim breytingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK