Vilja í auknum mæli sérsníða nýja bíla

„Hér áður fyrr vildi fólk koma inn á mánudegi og fá bílinn afhendan á föstudegi og ef það gekk ekki fór það í næsta umboð. Í dag er þetta breytt.“ Þetta segir Jón Trausti Ólafsson, nýr formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

Hann segir fólk í dag í miklu meira mæli gera sérpantanir þar sem bílarnir séu sérsniðnir í stað þess að velja bíla sem séu til á lager. „Sem betur fer erum við farin að vanda okkur betur og viðskiptavinurinn er farinn að vera tilbúinn að sérsníða sinn bíl fyrir sig og er tilbúinn að bíða í 2 til 4 mánuði eftir að bíllinn komi.“ Þetta fyrirkomulag segir Jón vera bæði heilbrigðara og ódýrara fyrir bæði seljendur og neytendur.

Í þættinum ræðir Jón auk þess áhrif mikils flökts krónunnar á bílaumboðin og birgðastöðu þeirra í dag, sem er mun minni en fyrir hrunið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK