Kortaveltuhallinn aldrei minni

Ferðamenn við Geysi um páskana. Aukning í kortaveltu útlendinga og …
Ferðamenn við Geysi um páskana. Aukning í kortaveltu útlendinga og samdráttur í kortaveltu Íslendinga hefur leitt til minnsta kortveltuhalla hingað til. Morgunblaðið/Kristinn

Kortaveltutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins benda til þess að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði á fyrsta ársfjórðungi. Tölurnar sýna á hinn bóginn áframhaldandi myndarlegan vöxt erlendrar kortaveltu hér á landi. Þetta segir í greiningu Íslandsbanka.

Í nýlega birtum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun til og með mars á þessu ári kemur fram að debetkortavelta í mars var 4,4% minni í krónum talið en í sama mánuði í fyrra. Kreditkortavelta jókst hins vegar um 3,4% á sama kvarða mælt. 

Segir greiningin að sé litið á fyrsta ársfjórðung í heild, þá er um að ræða minnsta kortaveltuhalla að ræða frá upphafi á þeim tíma, eða eins langt aftur og tölur Seðlabankans ná. Þar er átt við mismun á kortaveltu útlendinga hér á landi og Íslendinga í útlöndum.

Nemur hallinn á fyrsta ársfjórðungi nú í ár 1,7 milljörðum, samanborið við 5,2 milljarða á sama tíma í fyrra og 4,8 milljarða árið þar á undan. Benda þessar tölur til þess að hallinn á þjónustujöfnuði, að minnsta kosti hvað ferðaþjónustu varðar, verði mun minni á fyrsta fjórðungi nú í ár en hann hefur áður verið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK