Leggur til 10 milljarða í arðgreiðslu

Landsbankinn ætlar að greiða hluthöfum 10 milljarða í arð fyrir …
Landsbankinn ætlar að greiða hluthöfum 10 milljarða í arð fyrir árið 2012. mbl.is/Hjörtur

Bankaráð Landsbankans mun leggja til á aðalfundi seinna í dag að 10 milljarðar verði greiddir út til hluthafa vegna síðasta árs, en það nemur um 39% af hagnaði bankans. Þetta nemur 0,42 krónum á hvern hlut. Segir í tillögum til aðalfundar, sem birtar hafa verið á vef bankans, að miða skuli við hlutaskrá í lok 30. september næstkomandi og að útborgunardagur verði 1. október.

Þá er lagt til að laun almennra bankaráðsmanna verði 350 þúsund krónur á mánuði, laun bankaráðsformanns 600 þúsund og varaformanns 425 þúsund krónur. Þá er lagt til að þóknun til hvers bankaráðsmanns fyrir störf í undirnefndum bankaráðs skuli vera 100 þúsund krónur á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK