Nauðsynlegt er að lengja í Landsbankabréfinu og minnka þrýstinginn vegna stórra lána sem eru með gjalddaga á næstu árum. Þetta segir Hafsteinn Hauksson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, en hann telur að þrátt fyrir slíkar breytingar þyrfti áfram að treysta á innflæði erlends fjármagns. Minni greiðslubyrði myndi aftur á móti bæta stöðuna og flýta fyrir afnámi haftanna. Hann segir það geta brugðið til beggja vona hvort höftin fari í náinni framtíð.