Valka fær Nýsköpunarverðlaunin 2013

Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku tekur við Nýsköpunarverðlaunum 2013.
Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku tekur við Nýsköpunarverðlaunum 2013.

Hátæknifyrirtækið Valka hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2013 á Nýsköpunarþingi í morgun, en fyrirtækið hefur meðal annars þróað og framleitt tæki til fiskvinnslu. Meðal nýrra tækja sem fyrirtækið hefur komið með á markað er röntgenstýrð beinskurðavél sem HB Grandi tók í notkun á síðasta ári.

Helgi Hjálmarsson, forstjóri og stofnandi Völku tók á móti verðlaununum úr hendi Steingríms J. Sigfússonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Sagði Steingrímur við tækifærið að rætt hefði verið um að nýja beinskurðavélin væri stærsta skref í bolfiskvinnslu síðan flæðilínur komu til sögunnar.

Frá árinu 1994 hafa Nýsköpunarverðlaun Íslands verið afhent því fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð góðum árangri á  markaði það árið. Í fyrra varð það fyrirtækið Primex á Siglufirði sem hlaut viðurkenninguna. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK