Kærur felldar niður gegn Tchenguiz

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. Tom Stockill.

Kæra sem rannsóknar- og upplýsingafyrirtækið Black Cube höfðaði gegn Vincent Tchenguiz hefur verið felld niður, en það er hluti af samkomulagi milli málsaðila og felldi Tchenguiz á móti niður mál á hendur fyrirtækinu. Fyrirtaka í málinu átti að fara fram í morgun, en var dregin til baka á síðustu stundu. Þetta kemur fram í umfjöllun breska blaðsins The Guardian um málið.

Upphaf málsins má rekja til þess að Tchenguiz réð starfsmenn hjá fyrirtækinu til að aðstoða sig við málarekstur og upplýsingaöflun vegna dómsmála sem voru höfðuð gegn honum af efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar í kjölfar falls Kaupþings árið 2008. 

Í síðustu viku kom svo í ljós að Tchenguiz hafði hent starfsmönnunum út af skrifstofu sinni í Park Lane og rándýrum heimilum sem hann greiddi fyrir. Var ástæða ósættisins sú að hann hafði látið njósna um og hlera samtöl yfirmanna Black Cube vegna gruns um svik af þeirra hálfu. 

Sögðu yfirmenn Black Cube á móti að Tchenguiz hefði ekki greitt reikninga upp á 330 þúsund pund, eða tæplega 60 milljónir íslenskra króna. Í gögnum til dómsstólsins kom fram að Tchenguiz hefði greitt Black Cube 820 þúsund pund á síðustu 13 mánuðum, en það var fyrir þjónustu á sviði einkarekinnar leyniþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK