Dreamliner aftur á leið í loftið?

Boeing 787 Dreamliner flugvélarnar hafa verið kyrrsettar frá því um …
Boeing 787 Dreamliner flugvélarnar hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan janúar á þessu ári. Nú sér fyrir endan á því. AFP

Japönsk flugmálayfirvöld skoða nú möguleikann á því að leyfa aftur flug á Boeing 787 Dreamliner vélunum, en ákvörðun um það verður tekinn nú í vikunni eftir að forsvarsmenn Boeing hafa mætt fyrir samgöngumálanefnd í Bandaríkjunum. 

Dreamliner vélar voru kyrrsettar í janúar á þessu ári þegar bilun í rafhlöðum leiddi til lítils eldsvoða í rafkerfi vélanna. Í kjölfar þess fyrirskipaði bandaríska flugmálastjórnin allsherjarskoðun á framleiðslu og hönnun 787-vélanna með sérstakri áherslu á rafbúnaðinn.

Kyrrsetningin kostaði tugi milljarða

Af þeim 50 vélum sem nú þegar hafa verið afhendar eru 24 í eigu japönsku flugfélaganna ANA og JAL. Haft var eftir greiningaraðilum í janúar að hver dagur sem vélarnar væru kyrrsettar myndi kosta ANA félagið um 1,1 milljón Bandaríkjadollara.

Heildarkostnaður þess ætti samkvæmt því að vera kominn upp yfir 100 milljón dollara múrinn. ANA á um þriðjung Dreamliner véla í heiminum og því má ætla að kyrrsetningin hafi kostað 300 milljónir dollara á heimsvísu, eða um 38 milljarða íslenskra króna

Stefna á að taka vélarnar í notkun í júní

Flugfélögin tvö eru bæði byrjuð að setja nýjar rafhlöður í vélarnar sínar, en bandarísk flugmálayfirvöld samþykktu breytingar Boeing í síðustu viku. ANA hefur aftur á móti gefið út að breytingarnar geti tekið allt að tvo mánuði. Talsmaður fyrirtækisins sagðist vonast til að vélarnar væru komnar í fulla notkun í júní næstkomandi. JAL hefur enn sem komið er ekki gefið neitt upp varðandi áætlanir sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK