„Með fullri virðingu fyrir íslenskum lögfræðingum, þá eru þeir ekki brúklegir til útflutnings.“ Þetta segir Þórarinn Stefánsson, framkvæmdastjóri og stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Mobilius, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hann segir að mun meiri þörf sé í tæknigeiranum og að menntað fólk þar sé mun verðmætara erlendis.
Þórarinn nefnir að heila sex árganga af tölvunarfræðimenntuðu fólki hérlendis þurfi til að manna CCP. Þá sé líklegt að um tvo og hálfan árgang þurfi ef fyrirtækið Meniga heldur áfram með sinn árangur og fær það starfsfólk sem það mun þurfa. Hann segir viðvarandi skort kvenna í náminu skýra stóran hluta þessarar vöntunar, en meira þurfi einnig til.
Þórarinn rekur fyrirtækið Mobilitus sem sérhæfir sig í lausnum fyrir skemmtiiðnaðinum. Fyrirtækið selur meðal annars miða fyrir uppákomur og var velta þess um 3 milljarðar í síðasta mánuði. Hann hefur nú flutt það út til Bandaríkjanna, en hann segir að ástæðna fyrir því hafi verið gjaldeyrishöftin sem geri allan rekstur slíkra fyrirtækja mjög erfiðan.
„Við höfum nóg að gera að bæta við serverum, slökkva elda og halda áfram að byggja þetta upp,“ segir Þórarinn og bætir við að allt sem að tefji fyrir í því, leiðir til þess að menn leiti að auðveldustu leiðinni sem er flytja félögin erlendis.