„Meira að gera hjá okkur en CCP“

„Þegar mikið álag er á okkur er meira að gera hjá okkur en CCP,“ segir Þórarinn Stefánsson, framkvæmdastjóri og stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Mobilitus, en það þróar lausnir fyrir skemmtiiðnaðinn og hefur um 30 þúsund aðila sem selja á viðburði sína gegnum kerfi félagsins í sex löndum.

Þórarinn segir að félagið reki stærsta vefkerfi sem íslenskt félag hefur komið nálægt, enda þurfi það að ráða við gífurlega umferð þegar stórir viðburðir fara í loftið. Nefnir hann að þegar stærstu tónlistarmennirnir hefja sölu á miðum sé umferðin álíka og þegar stórar tölvuárásir eiga sér stað, svokallaðar Ddos-árásir.

Hann segir hvern auka dollar sem fyrirtækið hafi fengið skila sér í frekari vöxt, eða brjálaða vöruþróun og sölu, eins og hann orðar það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK