Lárus Blöndal Sigurðsson og meðfjárfestar hafa skrifað undir samning um kaup á rekstri Bílanausts, kaupverð er trúnaðarmál. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Bílanaust rekur sjö verslanir. Stærsta verslunin er á Bíldshöfða 9 í Reykjavík en einnig eru verslanir í Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum.
Jafnframt rekur fyrirtækið öfluga söludeild og fyrirtækjaþjónustu. Bílanaust starfar á sviði varahluta og bílatengdra vara og rekur stærstu bílavöruverslun landsins.
Fyrirtækið var stofnað af Matthíasi Helgasyni árið 1962.