Skáru stjórnkerfið niður um eitt lag

Þegar nýr meirihluti tók við í Árborg árið 2010 stefndi í tæknilegt gjaldþrot sveitafélagsins og að það tæki fjölmörg ár að snúa við viðvarandi hallarekstri. Það hafi aftur á móti tekist á örfáum árum og í dag hafi skuldir sveitafélagsins verið lækkaðar töluvert. Þetta segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

„Samkvæmt þriggja ára áætlun sem var lögð fram árið 2009 þá stefndi í að eigið fé yrði neikvætt, tæknilegt gjaldþrot, og það var viðvarandi halli á sveitafélaginu sem ekki var talið að snúið yrði við fyrr en eftir mörg mörg ár. En okkur tókst að snúa þessu við á skemmri tíma en við höfðum þorað að vona og höfum skilað afgangi árin 2010 - 2012,“ segir Eyþór.

Hann telur að lykillinn að þessum árangri hafi verið að byrja á sjálfum sér, en stjórnunarstöður hjá sveitafélaginu voru skornar niður um helming. Þannig hafi boðleiðir styst og stjórnkerfið verið minnkað um eitt lag.

„Við vorum með stóra hljómsveit og allskonar stöður, en við fækkuðum þessu niður í bassa, hljómborð og gítar,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK