„Það vilja allir lána okkur“

Skuldir Árborgar hafa á síðustu árum lækkað úr 206% niður í 160% sem hlutfall af tekjum. Þá hefur hlutfall skulda á móti rekstrarhagnaði lækkað töluvert. Áður voru skuldirnar um þrettánfaldur rekstrarhagnaður, en í dag eru þær komnar undir áttfaldan rekstrarhagnað. Þetta segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

„Besta fjárfestingin er að lækka skuldahlutfallið þannig að við séum að skila sem mestu í bú,“ segir Eyþór, en hann segir að þrátt fyrir sparnað hafi það ekki komið niður á þjónustu og meðal annars hafi ánægjukannanir sýnt fram á að sveitafélagið hafi lyft sér upp úr neðstu sætum þegar miðað er við önnur sveitafélög og hafi hækkað í mörgum stórum flokkum.

Hann segir að í krafti góðs gengis hjá Árborg sé nú komin upp sú staða að sveitafélagið hafi greiðan aðgang að lánsfé. „Það vilja allir lána okkur, það eru frekar við sem segjum að við viljum ekki lán,“ segir Eyþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK