Sérstaða Íslands farið minnkandi

„Aðalatriðið varðandi fjárfestingasamningana er að skatta- og lagaumhverfið sé stöðugt,“ Þetta segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar og framkvæmdastjóri Strokks Energy, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Mikil óvissa er mjög dýrkeypt og Íslendingar töpuðu mörgum góðum fjárfestingum að mati Eyþórs.

Eyþór telur að sérstakir fjárfestingasamningar séu óþarfir ef stöðuleiki sé hér á landi og að það væri heilbrigðasta ástandið. Þá segir hann einnig óeðlilegt að ríkið sé að velja ákveðna staði á landinu undir iðnframkvæmdir.

Þá er sérstaða Íslands alltaf að minnka að sögn Eyþórs, en hann segir að hærra raforkuverð hér á landi og lægra verð í Bandaríkjunum og Evrópu gera það að verkum að samkeppnisforskot Íslands sé nú minna en áður á þessu sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK