Gjaldtaka á ferðamannastaði ekki svarið

Gjaldtaka sem einkaaðilar taka á ferðamannastöðum er ekki svarið til að byggja upp betri innviði og viðhalda stöðunum. Þetta segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, en hann er gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hann segir meðal annars að betra sé að stýra uppbyggingunni með styrkjasjóðum þar sem unnið er samkvæmt heildarhugmyndum um ferðaþjónustu hér á landi.

Segir Edward að einstaklingsframtakið geti aukið fjölbreytnina, en að hann hafi meiri áhyggjur af því að slík uppbygging, án tillits til heildarsýnarinnar, muni leiða til spillingar á upplifuninni fyrir ferðamenn.

Auk þess telur hann varasamt að koma upp hefð að það verði eðlilegur hlutur að borga þurfi til að njóta náttúrunnar. „Ég hef áhyggjur af því, þar sem það er mjög sterk hefð á norðurlöndunum og Íslandi um almannarétt og almannaaðgengi og ég held að við séum að taka skref í öfuga átt miðað við þá hefð með því að aðgangsstýra með gjaldtöku,“ segir Edward.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK