Velja staði sem við viljum ferðamenn á

„Við þurfum í raun að taka frumkvæðið í ferðaþjónustu á Íslandi.“ Þetta segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, en hann er gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hann segir nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvaða staðir það eru séu sem við viljum bjóða fjöldanum á og hverja ekki.

„Við þurfum að gera verulegan skurk í heildarskipulagi og landnýtingaráætlun fyrir ferðaþjónustu á þessu landi,“ segir hann, en hann telur ferðaþjónustuna hafa þróast sem viðbragð við gestakomum, í stað þess að Íslendingar ráði beint för í þeim efnum.

Edward segir aukningu ferðamanna ekki eiga að koma neinum á óvart. Bæði hafi markaðsstarf verið aukið gífurlega, flugferðum til landsins hafi verið fjölgað mikið og svo hafi eldgosið í Eyjafjallajökli verið mikil landkynning. Það sem hafi aftur á móti setið á hakanum er að uppbygging innviða fylgi með og ákvörðun um það hvernig standa skuli að henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK