Segir mótsögn vera í peningastefnunni

Það er mótsögn í peningastefnu Seðlabankans að mati Bjarna Más Gylfasonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, en hann er gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. „Hagvöxtur er minni en hann hefur sjálfur verið að gera ráð fyrir og í raun og veru frá miðju ári í fyrra hafa allar endurskoðanir á hagstærðum farið niður á við og hagvöxtur verið minni en gert var ráð fyrir,“ segir Bjarni.

Hann segir að ytri aðstæður séu veikar og að verðbólgan hafi lækkað hægar en Seðlabankinn gerði ráð fyrir. Þetta kalli allt á að vextir fari lækkandi, en að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum. Með þessu fari aðhald peningastefnunnar vaxandi umfram það sem annars hefði verið að gerast þar sem raunstýrivextir hafi þokast upp.

„Það hefur enginn trú á því að Seðlabankinn nái markmiðum sínum og ef maður horfir á skuldabréfamarkaðinn og hverjar væntingar markaðsaðila við verðbólgu eru, þá eru þær alltaf langt yfir öllum verðbólgumarkmiðum og því er engin kjölfesta fyrir verðbólgumarkmiðin,“ segir Bjarni og bætir við að bankanum sé viss vorkunn að þurfa að glíma við þetta ástand.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK