Vöxturinn nægir ekki fyrir kjarasamninga

Væntingarnar eru ekkert rosalega miklar og við virðumst svolítið vera að hjakka í sama farinu, hóflegur vöxtur, en hann dugar ekki til að koma atvinnustiginu á flug og búa til innistæðuna sem þarf að vera fyrir næstu kjarasamninga. Þetta segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, en hann er gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

Hann segir að þrátt fyrir allt sé þokkalegur gangur hér, miðað við í nágrannalöndunum, en umhverfið sé þó ekki til að laða að fjárfesta. 

Þá segir hann töluverðan kraft kominn í íbúðabyggingar, en þar mæti framboðið ekki eftirspurninni. Segist vita af töluverðri eftirspurn, en að þær nýbyggingar sem farið sé í séu ekki í takt við þarfirnar.

Segir að glíman sé helst við borgina, sveitafélög og skipulagsyfirvöld um lóðaverð, sem sé hátt núna. Það leiði til þess að menn hafi kvaðir til að byggja dýrar íbúðir.

Í dag eru að hans sögn hafa frá hruni verið byggðar nokkur hundurð íbúðir á ári, meðan eftirspurnin er um 1500 íbúðir á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK