Segir bankana skrúfa verðið upp

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir að hann hafi áhyggjur af því að bankar og sjóðir í þeirra eigu séu að skrúfa upp verð á vel staðsettum atvinnueignum. „Síðan hafa menn verið að bjóða stór eignasöfn inn á milli. Þar hafa sjóðir verið að bjóða í. Við höfum áhyggjur af því að eignasöfn, vel staðsett, séu að fara á uppsprengdu verði og sjóðirnir eru flestir í eigu bankanna, maður hræðist aðeins að þarna komi upp sú aðstaða að bankarnir séu farnir að selja eignir, eignasöfn og jafnvel félög til sjóða sem eru í eigu bankanna og ég tel að þetta sé ekki réttur gangur,“ segir hann í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

„5 árum eftir hrun finnst mér að það hafi gengið mjög hægt að koma þessum félögum og eignum út á markaðinn,“ segir hann, sérstaklega í ljósi þess að mjög mikil eftirspurn er eftir að kaupa svona eignasöfn, meðal annars hjá lífeyrissjóðunum. Spyr hann sig hvort það sé með vilja gert að eignunum sé haldið hjá bönkunum, eða hvort ekki sé geta fyrir hendi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK