Mikið af því sama fyrir ferðamenn

„Við erum eins og húsmóðirin sem allt í einu fékk sykur og fór að baka rosalega mikið af kökum og þegar maður kemur í heimsókn eru 6 kökur í boði. Mér finnst við svolítið vera að stíga þessi skref og það er mikið af því sama í boði þegar kemur að þjónustu við ferðamenn.“ Þetta segir Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

Hún segir ferðamannastrauminn hafa gert mjög mikið fyrir þjónustu og ásýnd miðbæjarins og þegar mest lætur á sumrin verði til ákveðinn stórborgarbragur.

Hún segir þó að Íslendingar hafi lengi reynt að bjóða ferðamönnum upp á þjónustu sem þeir vilji ekkert endilega, en á móti hafi vantað hluti sem ferðamennirnir sækja í. Nefnir hún í því samhengi að fyrir nokkrum árum hafi ferðamenn átt erfitt með að finna stað sem bauð upp á séríslenskan mat, sem mikil aðsókn hafi verið í.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK