Leggja grunn að fyrstu útborgun

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsbanki hefur nú kynnt nýja sparnaðarleið til uppbyggingar en það getur reynst ungu fólki þrautinni þyngra að eiga fyrir útborgun í sínu fyrsta íbúðarhúsnæði. Þeir sem hyggjast eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði þurfa því að huga snemma að því að byggja upp sparnað.

Reikningurinn er ætlaður fyrir einstaklinga á aldrinum 15-35 ára og hentar vel sem framhald af sparnaði á Framtíðarreikning. Húsnæðissparnaður Íslandsbanka er til þess ætlaður að auðvelda ungu fólki að leggja grunn að sínu fyrsta íbúðarhúsnæði.

Hægt er að velja um bæði verðtryggðan og óverðtryggðan reikning og bera báðir reikningarnir hæstu vexti á almennum innlánsreikningum bankans. Vextir á verðtryggða reikningnum eru 2,10% og vextir á óverðtryggða reikningnum eru 4,50%.

Til að liðka enn meira fyrir ungu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði býður bankinn 50% afslátt af lántökugjöldum og frítt greiðslumat ef sparnaðurinn er nýttur til kaupa á húsnæði og húsnæðislán tekið hjá Íslandsbanka. Þá eru ekki nein þjónustugjöld, innlausnargjöld né þóknanir af húsnæðissparnaði Íslandsbanka. 

Íslandsbanki

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka