Framkvæmdir við Hljómalindarreit í sumar

Götumynd Hverfisgötu við Hljómalindarreitinn, samkvæmt vinnuteikningum. Farið verður í framkvæmdir …
Götumynd Hverfisgötu við Hljómalindarreitinn, samkvæmt vinnuteikningum. Farið verður í framkvæmdir í sumar, en stefnt er að fara í miklar breytingar á reitnum.

Í sum­ar munu hefjast mikl­ar fram­kvæmd­ir í miðbæn­um, en meðal ann­ars verður farið í end­urupp­bygg­ingu á Hljómalind­ar­reitn­um svo­kallaða. Það er fjár­fest­ir­inn og bygg­inga­verktak­inn Pálm­ar Harðar­son sem stend­ur fyr­ir þess­ari upp­bygg­ingu, en Morg­un­blaðið sagði frá því í janú­ar að Lands­bank­inn hefði samið við hann um sölu á Hljómalind­ar-, Brynju- og Vatns­stígs­reit­un­um.

Það er fé­lagið Þingvang­ur sem er kaup­and­inn, en Pálm­ar er í for­svari fyr­ir það. Gengið var frá loka­samn­ing­um í gær, en þá eignaðist fé­lagið all­ar eign­ir við reit­inn, ef frá er talið Center­hotel Klöpp, sem áfram er í eigu hót­elkeðjunn­ar. Breyt­ing­ar munu eiga sér stað á Hverf­is­götu, Sirk­us-lóðinni og Smiðju­stíg.

Hjarta­g­arður­inn verður áfram op­inn al­menn­ingi

Byrjað verður á Hljómalind­ar­reitn­um, en vinna við seinni reit­ina tvo er enn á frum­stigi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þingvangi. Mikið hef­ur verið rætt um framtíð Hjarta­g­arðsins, en sam­kvæmt áætl­un verður hann áfram op­inn al­menn­ingi, þó að breyt­ing­ar verði gerðar þar á. Verður hann op­inn í óbreyttri mynd fram eft­ir sumri, en eft­ir breyt­ing­arn­ar er gert ráð fyr­ir að þar verði skjólgott torg sem verður opið al­menn­ingi.

Hægt verður að ganga inn í garðinn frá Lauga­vegi, þar sem Hljómalind­ar­húsið er, en auk þess verður bætt við aðgengi frá Smiðju­stíg, meðfram ný­bygg­ingu sem þar mun rísa. Aft­ur á móti mun lokast fyr­ir aðgengi frá Hverf­is­göt­unni.

Eng­in stór­hýsi

 „Það er stefna Þingvangs að byggja upp reit­ina með anda miðbæj­ar­ins og fjöl­breyti­leika í fyr­ir­rúmi. Það er ekki vilji okk­ar að búa til stíl­brot í miðbæ­inn,“ seg­ir Friðjón Friðjóns­son, talsmaður fé­lags­ins. Hann seg­ir að áfram verði að finna marg­vís­lega starf­semi á svæðinu, en áætlað er að þar verði íbúðir, hót­el, versl­an­ir, veit­inga­sal­ir og skrif­stof­ur.

Pálm­ar seg­ir að ekki standi til að reisa stór­hýsi, held­ur verði fram­kvæmd­irn­ar í sam­starfi við borg­ina. „Við erum í nánu sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg og báðir aðilar vilja tryggja að andi miðbæj­ar­ins haldi sér vel. Við erum ekki að fara að reisa stór­hýsi held­ur leggj­um við mikla áherslu á að sjarmi Reykja­vík­ur haldi sér. Það mun styrkja miðbæ­inn að meira líf komi í hús sem núna eru lítið eða illa nýtt. Það er staðföst trú mín að fram­kvæmd­irn­ar styrki miðbæ­inn og bæti,“ seg­ir Pálm­ar.

Mikl­ar breyt­ing­ar á Hverf­is­göt­unni

Gert er ráð fyr­ir götu­mynd Hverf­is­götu muni breyt­ast tölu­vert, en öll hús göt­unn­ar við reit­inn munu taka ein­hverj­um breyt­ing­um, ef Hverf­is­gata 26 er und­an­skil­in, en þar er nú skemmti­staður­inn Celtic.

 „Varðandi breyt­ing­ar á Hverf­is­götu þá sést það best á mynd­inni sem er að vísu vinnu­teikn­ing hvaða hug­mynd­ir við höf­um um götu­mynd Hverf­is­götu. Það verður auðvitað ein­hver breyt­ing á götu­mynd, sér­stak­lega Hverf­is­götu en breyt­ing­in verður til batnaðar og í anda miðbæj­ar­ins,“ seg­ir Friðjón.

Húsið á Hverf­is­götu 28, sem brann fyr­ir nokkr­um árum, er friðað og því þarf að fara held­ur óvenju­lega leið þegar það er end­ur­bætt. Verður það tekið af grunn­in­um og sett til hliðar á lóðina á Hverf­is­götu 30. Þá verður steypt­ur nýr grunn­ur og húsið svo sett upp á hann að nýju. Þetta er nauðsyn­legt þar sem húsið hef­ur brunnið tvisvar og al­gjör end­ur­bygg­ing er nauðsyn­leg.

Þá verður í fram­hald­inu farið í upp­bygg­ingu á Hverf­is­götu 32 og 34 og þau hús hækkuð um eina hæð, eins og sjá má á meðfylgj­andi teikn­ingu.

Stór­bygg­ing við Smiðju­stíg

Önnur stór breyt­ing verður á Smiðju­stíg, en húsið sem nú hýs­ir skemmti­staðinn Fa­ktorý verður rifið og nýtt hús byggt í staðin. Mun það ná út að Smiðju­stígn­um, en í dag er þar nokkuð stórt port fyr­ir fram­an skemmti­staðinn. Heild­ar­stærð nýs húss verður um 2.700 fer­metr­ar, en sam­an­lögð stærð reits­ins í dag er um 1.600 fer­metr­ar.

Byggt kring­um Sirk­us-húsið

Þriðja stóra breyt­ing­in verður í kring­um Sirk­us-húsið, en gert er ráð fyr­ir að byggð verði ný­bygg­ing á reitn­um sem verður í kring­um Sirk­us-húsið og að ein­hverju leyti yfir því. Í deili­skipu­lagi er þetta sagt um reit­inn: „Lóðin breyt­ist og er skipt upp aft­ur. Á lóðinni er elsta húsið á reitn­um, ein hæð og ris byggt árið 1883. Húsið brann árið 1922, en eft­ir það var versl­un­in Vaðnes rek­in í hús­inu, fram á átt­unda ára­tug­inn. Síðan þá hef­ur það lengst af verið öld­ur­hús, þekkt­ast und­ir nafn­inu „Sirk­us“. Gert er ráð fyr­ir því að nýtt hús verði byggt í anda eldra húss­ins, þar sem þar er varla nokkuð upp­runa­legt eft­ir. Fjög­urra hæða ný­bygg­ing með kjall­ara er heim­iluð á lóðinni sam­byggð og yfir eldra húsi. Stór­ir glugg­ar skulu opn­ast á 1. hæð húss­ins í þrjár átt­ir, þ.e. að Klapp­ar­stíg, Lauga­vegi og göngu­leið að torgi. Eld­varn­ar­vegg­ur er að Lauga­vegi 21.“

2.000 fer­metr­ar bæt­ast við

Í heild mun bygg­ing­ar­magn á reitn­um aukast um tæp­lega 2.000 fer­metra og er stækk­un­in á Smiðju­stíg þar lang­veiga­mest. Sam­kvæmt deili­skipu­lagi verður nú leyfi­legt bygg­ing­ar­magn á Hljómalindareitn­um 17.322 fer­metr­ar.

Stór­tæk­ur á bygg­inga­markaði

Pálm­ar hef­ur verið stór­tæk­ur á bygg­inga­markaðinum, en eins og Morg­un­blaðið hef­ur greint frá byggði hann Icelanda­ir-hót­elið á Ak­ur­eyri og seldi það síðan. Þá hef­ur hann verið að byggja upp Lýs­is­reit­inn í Reykja­vík þar sem gert er ráð fyr­ir 100 íbúða fjöl­býl­is­húsi.

Lítið hef­ur verið um stór­ar fram­kvæmd­ir upp á síðkastið, en Pálm­ar tel­ur að þessi fram­kvæmd komi ekki á röng­um tíma. „Við hjá Þingvangi höf­um mikla trú á þess­um verk­efn­um og telj­um okk­ur geta farið í þau og hagn­ast lít­il­lega. Það er mik­il upp­söfnuð þörf eft­ir hús­næði og meiri bjart­sýni í þjóðfé­lag­inu, því telj­um við að við séum að hefja fram­kvæmd­ir á rétt­um tíma,“ seg­ir hann.

Von­andi bara upp­hafið

Pálm­ar er sjálf­ur íbúi í miðbæn­um og seg­ir að von­andi verði fleiri göt­ur gerðar upp á næst­unni og að þetta verði aðeins fyrsta skrefið. „Það er tví­mæla­laust von okk­ar að fleiri fylgi í kjöl­far okk­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sem er að fara í tíma­bært  fegr­un­ar­átak á Hverf­is­götu. Miðbær­inn all­ur á að vera skemmti­leg­ur og heill­andi, ekki bara vald­ar göt­ur,“ seg­ir hann.

Deili­skipu­lag fyr­ir Hljómalind­ar­reit

Hverfisgatan séð frá svipuðu sjónarhorni og vinnuteikningin. Sjá má að …
Hverf­is­gat­an séð frá svipuðu sjón­ar­horni og vinnu­teikn­ing­in. Sjá má að bætt verður við hæð á Hverf­is­götu 28 og 32 og nýtt hús mun koma á Hverf­is­götu 30. Rósa Braga
Séð yfir Hljómalindarreit frá Laugavegi til austurs.
Séð yfir Hljómalind­ar­reit frá Lauga­vegi til aust­urs.
Hljómalindarreiturinn.
Hljómalind­ar­reit­ur­inn.
Hverfisgata 28 hefur brunnið tvisvar og því þarf að steypa …
Hverf­is­gata 28 hef­ur brunnið tvisvar og því þarf að steypa nýj­an grunn. Húsið verður fært á næsta reit til hliðar meðan á þeim fram­kvæmd­um stend­ur. Rósa Braga
Klapparstígur 28 og 30. Sirkus-húsið er hér í forgrunni og …
Klapp­ar­stíg­ur 28 og 30. Sirk­us-húsið er hér í for­grunni og gömlu CCP höfuðstöðvarn­ar lengra fjær. Gert er ráð fyr­ir að nýtt hús rísi þar á milli sem verður bygg í kring­um Klapp­ar­stíg 28. Rósa Braga
Hjartagarðurinn mun taka talverðum breytingum, en hann mun áfram verða …
Hjarta­g­arður­inn mun taka tal­verðum breyt­ing­um, en hann mun áfram verða op­inn al­menn­ingi. Rósa Braga
Laugavegur 21, Hljómalindarhúsið, er friðað og engar breytingar eru áætlaðar …
Lauga­veg­ur 21, Hljómalind­ar­húsið, er friðað og eng­ar breyt­ing­ar eru áætlaðar á því. Rósa Braga
Klapparstígur 26, Centerhotel Klöpp, verður áfram í eigu núverandi eigenda …
Klapp­ar­stíg­ur 26, Center­hotel Klöpp, verður áfram í eigu nú­ver­andi eig­enda og mun hót­elið áfram verða starf­rækt í hús­inu. Rósa Braga
Smiðjustígur 6, Húsnæðið sem nú hýsir skemmtistaðinn Faktorý verður rifið …
Smiðju­stíg­ur 6, Hús­næðið sem nú hýs­ir skemmti­staðinn Fa­ktorý verður rifið og mun ný bygg­ing ná fram að Smiðju­stígn­um. Rósa Braga
Núverandi deiliskipulag Hljómalindarreitsins.
Nú­ver­andi deili­skipu­lag Hljómalind­ar­reits­ins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK