Höfðatorg til sölu

mbl.is

Fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka hef­ur aug­lýst til sölu fé­lagið HTO ehf. sem á og rek­ur eign­irn­ar í Höfðatorgi við Borg­ar­tún 12-14 og Katrín­ar­tún 2 í Reykja­vík.

HTO er í eigu Íslands­banka og Pét­urs Guðmunds­son­ar, for­stjóra Eykt­ar, og tengdra aðila. Íslands­banki á 72,5% hlut­fjár en Pét­ur 27,5% hluta­fjár. Að sögn Nar­fa Þ. Snorra­son­ar, hjá fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka er allt hluta­fé HTO til sölu en ekki hafa verið gefn­ar upp nein­ar verðhug­mynd­ir á fé­lag­inu. Bók­fært virði allra eigna HTO var sam­kvæmt árs­upp­gjöri Íslands­banka fyr­ir síðasta ár 14,967 millj­arðar króna.

Heild­ar­stærð eigna fé­lags­ins er um 57 þúsund fer­metr­ar að meðtöld­um bíla­kjall­ara. Nýt­ing hús­anna er góð og leigu­tak­ar eru í fjöl­breytt­um rekstri, seg­ir Nar­fi en nán­ast allt hús­næði fé­lags­ins er í út­leigu.

Til­boðsfrest­ur renn­ur út þann 3. júlí næst­kom­andi.

Vef­ur Höfðatorgs

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK