Nafnabreyting til að villa um

Iphone.
Iphone. AFP

Framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins FrameWorkz sem rekur verslun með nafninu iStore hefur kært nafnabreytingu eignarhaldsfélagsins iStore, sem hét 1949 ehf. fram í miðjan aprílmánuð. Hann segir að nafnabreytingin sé aðeins til þess ætluð að villa um fyrir fólki.

Lögbannskrafa Skakkaturns gegn Buy.is hefur verið til umfjöllunar á mbl.is í dag og á miðvikudag. Í samtali við mbl.is sagði Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is, að eignarhaldsfélagið sem lögbannsmálið snýr að heiti í dag iStore ehf. Sökum þessa hefur Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri FrameWorkz ehf. sent frá sér yfirlýsingu.

Í henni segir að FrameWorkz reki verslun í Kringlunni undir nafninu iStore og hafi gert það síðan í október í fyrra. „Þetta finnst mér siðlaus gjörningur og er hann til kærumeðferðar hjá Neytendastofu. Það getur að mínu mati ekki verið neinn annar tilgangur með þessari nafnabreytingu [...] en til að blekkja fólk og eyðileggja orðspor samkeppnisaðila.“

„Borgar birgjum og fer svo í þrot“

„Umhugað um að halda einokunarstöðu“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK